Samstarfsverkefnið Vika 43 (vímuvarnavikan) var stofnað af félagasamtökum árið 2004. Vika 43 verkefninu voru sett skýr markmið frá byrjun:
1 Vera vettvangur fyrir samstarf félagasamtaka um að vekja athygli á áfengis- og vímuefnamálum, einkum forvörnum.
2 Varpa ljósi á viðfangsefni forvarna og það starf sem unnið er á vettvangi félagasamtaka.
3 Vekja athygli landsmanna á mikilvægi forvarna, einkum forvörnum gagnvart börnum og unglingum.
4 Virkja þekkingu, styrk og samstöðu grasrótarsamstarfs til eflingar forvarnastarfi.
Í þessari árlegu viku er vakin athygli á því hvert stefnir í áfengis- og vímuefnamálum. Í Viku 43 í ár (21. – 28. október) er sjónum einkum beint til foreldra og forráðamanna barna, hlutverki þeirra og ábyrgðar þegar kemur að vímuvörnum.
5 ráð til foreldra:
Fjölga samverustundum með unglingum
Halda reglur um útivistartíma
Leyfa ekki eftirlitslaus partí
Kaupa ekki áfengi fyrir unglinga
Þekkja vini og foreldra unglingsins